Innlent

Sjúkraþjálfarar fengu 13 prósent

Nýr kjarasamningur sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara felur að þeirra mati í sér 13 prósenta hækkun á samningstímanum sem er þrjú ár, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.  Samningurinn er svipaður þeim sem heilbrigðsiráðuneytið gerði við sérfræðilækna. Kristján H.Ragnarsson formaður Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sagði að svokallað afsláttarþak væri ekki inni í samningnum. Samkvæmt því hefðu sjúkraþjálfarar átt að gefa mikla afslætti þegar heildarmagn þjónustunnar væri komið að ákveðnu marki. Með vaxandi þörf á sjúkraþjálfun sem væri fyrirsjáanleg hefði þakið þýtt að þeir myndu taka þörfina inn í vinnu sína án þess að þóknunin yrði meiri. "Við sögðum alltaf að við gætum ekki tekið við þeim pakka í því rekstrarumhverfi sem við búum í," sagði Kristján. Hann sagði að í samningnum væru ákveðnar kerfisbreytingar í sjúkraþjálfun sem sóst hefði verið eftir að fá inn. Viðurkennt væri að sjúkraþjálfun fyrir suma sjúkdómahópa væri þyngri heldur en aðra. Jafnframt ákveðin vinna við sjúkraskráningu og upplýsingaskráningu um sjúklinga.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×