Innlent

Fá listamannalaun í þrjú ár

Rithöfundarnir Guðrún Eva Mínervudóttir, Jón Kalman Stefánsson og Pétur Gunnarsson fá greidd listamannalaun úr Launasjóði rithöfunda næstu þrjú árin. 54 aðrir höfundar fá greidd laun í þrjá til tólf mánuði.

Myndlistarmennirnir Birgir Andrésson, Eygló Harðardóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir og Haraldur Jónsson fá listamannalaun úr Launasjóði myndlistarmanna í tvö ár og 27 aðrir myndlistarmenn fá laun í styttri tíma.

Þorkell Sigurbjörnsson fær þriggja ára laun úr Tónskáldasjóði og tíu önnur tónskáld fá laun í fjóra til tólf mánuði. Þá fær Elín Ósk Óskarsdóttir þriggja ára laun úr Listasjóði en 28 aðrir einstaklingar og fimmtán leikhópar fá einnig laun eða styrki úr sjóðnum. Listamannalaun nema 201.204 krónum á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×