Lífið

Helgi fær ekki að stjórna þætti

Helgi Þór Arason, keppandi í Idol - Stjörnuleit, fær ekki að taka að sér Djúpu laugina á Skjá einum þar sem hann samningsbundinn Idol-keppninni fram í apríl. Líklega ólölegleg skerðing á atvinnufrelsi Helga, segja lögmenn. Samningar sem keppendur í Idol - Stjörnuleit skrifa undir kveða á um að þeir mega ekki koma fram nema í völdum fjölmiðlum til 14. apríl, en keppninni lýkur í mars. Rökin eru þau að sigurvegarinn eigi að vera einn í sviðsljósinu. Nokkuð er síðan Helgi Þór datt úr keppninni og hefur Skjár einn áhuga á að ráða hann sem þáttastjórnanda í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni en útsendingar þáttarins hefjast einni viku eftir úrslitakvöld Idol - Stjörnuleitar. Það líta Stöðvar 2 menn á sem samningsbrot og telja Helga ekki heimilt að taka að sér þetta starf. Þeir lögmenn sem fréttastofa ræddi við í morgun eru sammála um að þetta sé mjög á mörkunum og hefti líklega atvinnufrelsi Helga á ósanngjarnan hátt og myndi ekki standast fyrir dómi. Einn orðaði það sem svo að ef hann væri Helgi myndi hann óhræddur taka starfinu á Skjá einum. Annar benti á að starf keppenda í Idol - Stjörnuleit væri ólaunað og það væri enn erfiðara að setja slíkar hömlur á fólk ef starf væri ólaunað. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás eins, segir að sjónvarpsstöðin muni ekki aðhafast neitt frekar í málinu. Starfið sé hins vegar enn laust fyrir Helga og það sé vissulega leiðinlegt erf 365 - ljósvakamiðlar vilji hefta frama hans með þessum hætti. Þór Freysson, framkvæmdastjóri Idol Stjörnuleitar, segir að samningarnir hafi verið vandlega yfirfarnir af lögfræðingum. Ákvæðið sé eðlilegt enda bindur það hendur keppenda aðeins í mánuð eftir að keppni lýkur um að kokma fram í fjölmiðlum. Ekki náðist í Helga Þór fyrir fréttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.