Innlent

Afgreiðsla ályktana að hefjast

Almennar umræður standa nú yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins en þingfulltrúar komu á ný saman klukkan níu í morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Klukkan ellefu hefjast umræður um afgreiðslu ályktana. Eftir hádegi sitja ráðherrar flokksins fyrir svörum en síðdegis hefjast nefndastörf. Þar er búist við að tekist verði á um nokkrar ályktanir, s.s. um Evrópustefnuna, sölu Símans og framtíð Reykjavíkurflugvallar. Flokksþinginu lýkur á morgun með kosningu forystumanna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×