Innlent

Samið um samstarf til þriggja ára

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og forsvarsmenn Food and Fun hátíðarinnar undirrituðu í hádeginu samstarfssamning til þriggja ára í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Með samningnum er innsiglað samkomulag milli Reykjavíkurborgar, Icelandair og Main Course um öflugt samstarf Vetrarhátíðar og Food and Fun í því skyni að efla báðar hátíðirnar, en þær hafa farið fram á sama tíma í fjögur ár.

Með undirritun samkomulagsins vonast báðir aðilar til að samstarfið muni festa báðar hátíðir enn frekar í sessi og efla þannig veg mannlífs, menningar og matarlystar í Reykjavík, eins og segir í tilkynningu frá Ráðhúsi Reykjavíkur. Í kjölfar þess að samningurinn var undirritaður hófst keppni 12 erlendra listakokka sem markar hátind Food and Fun hátíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×