Sport

9 marka sigur Íslendinga

Íslendingar unnu níu marka sigur, 31-22, á Kúveit á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Íslenska liðið spilaði ekki nógu vel í leiknum, forystan var þó alltaf um 4-5 mörk, en undir lokin fór íslenska liðið í gang og unnu með níu mörkum. Mörk íslands skoruðu: Einar Hólmgeirsson 8 Guðjón Valur Sigurðsson 4 Markús Máni Michaelsson 3 Ingimundur Ingimundarson 3 Einar Örn Jónsson 2 Róbert Gunnarsson 2 Ólafur Stefánsson 2 Dagur Sigurðsson 1 Alexander Peterson 1 Arnór Atlason 1 Vignir Svavarsson 1 Hreiðar Guðmundsson varði 10 mörk í leiknum og Birkir Ívar Guðmundsson 5.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×