Innlent

Ríkið sýknað af kröfu Ástþórs

Íslenska ríkið var sýknað af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu Ástþórs Magnússonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ástþór höfðaði málið vegna handtöku árið 2002. Hann var handtekinn vegna töluvpósts sem sendur var víða í nafni Friðar 2000 en þar sagði frá rökstuddum grun um að ráðist yrði gegn íslenskri flugvél. Tilræðið væri svar við þeim ráðagerðum ríkisstjórnarinnar að nota íslenskar flugvélar til flutninga á hergögnum og hermönnum fyrir NATO í „ólögmætu stríði“ gegn Írak. Ástþór var hafður í einangrun á Litla Hrauni í um fjóra sólarhringa og hélt því fram að það hefði haft í för með sér andlega þjáningu og miska sem hann ætti rétt á að fá bættan. Héraðsdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að gæsluvarðhaldið hafi ekki verið að ósekju og gæsluvarðhaldsvistin ekki lengri en nauðsyn bar til.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×