Innlent

Alþingismönnum afhent virkjanakort

Náttúruverndarsamtökin tíu sem standa að útgáfunni „Ísland örum skorið“ afhentu alþingismönnum kort nú á þriðja tímanum þar sem sést hver árif virkjanaframkvæmda á landið verða á næstu fimmtán árum, ef farið verður að stefnu stjórnvalda. Í tilkynningu frá samtökunum segir að alþingismönnunum hafi einnig verið færð einkar óvenjuleg póstkort en ekki er nánar tilgreint hvað á þeim stendur. Það var forseti alþingis, Halldór Blöndal, sem veitti kortunum viðtöku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×