Sport

Króatar sigurstranglegastir

Þýski veðbankinn betandwin.de spáir því að heims- og Ólympíumeistarar Króatíu standi uppi sem sigurvegarar á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst í dag. Þýska fyrirtækið telur möguleika Króata vera 3,75/1. Í næstu sætum á eftir koma Frakkar, Spánverjar, Danir og Rússar en íslenska landsliðið er talið vera með ellefta sterkasta liðið á mótinu í Túnis. Möguleikar íslenska liðsins eru 34/1. Fjögur lið, Ástralía, Kanada, Katar og Kúveit skera sig nokkuð úr en möguleikar þeirra á sigri eru taldir vera 1001/1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×