Sport

Baulað á McGrady

Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets í NBA-körfunni, lék sinn fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum í Orlando Magic í Flórida í fyrrinótt. McGrady skoraði 27 stig og var maðurinn á bak við sigur Houston-liðsins, 108-99, þrátt fyrir að baulað væri á kappann í nær hvert sinn sem hann fékk boltann, en leikmaðurinn þótti skilja illa við þegar hann fór frá Orlando í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×