Innlent

Ráðleggur körlum breyttan lífsstíl

 Hann hefur í töluverðum mæli fengist við að hjálpa körlum sem hafa átt við andleg og líkamleg vandkvæði að stríða vegna umræddra einkenna og þeim vandamálum sem því fylgja. "Þar kemur ýmislegt í ljós, bæði andlegt og líkamlegt, einkum þó það að karlar minnka mjög framleiðslu á antrogen-hormónum, testosteroni fyrst og fremst þegar þeir komast yfir 40 - 45 ára aldur," sagði Jón Gunnar. "Undir þeim kringumstæðum getur ýmislegt siglt í kjölfarið, sérstaklega hvað varðar andlegu hliðina. Karlar verða framtakslausir og jafnvel þunglyndir. Við erum ekki minnst að huga að þessum þætti." Jón Gunnar sagði, að blöðruhálskirtisvandamál væru býsna algeng. Þau gætu verið tengd kynsjúkdómaslysum sem gerðu blöðruhálskirtissvæðið viðkvæmara, en einnig fylgjandi hækkandi aldri. "Þetta erum við farin að skoða, bæði með blóðmælingum til að finna hugsanleg krabbamein, en fyrst og fremst með því að liðsinna körlum í vandamálum þeirra, til dæmis með hormónalyfjum."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×