Innlent

Segja ríkið hafa gefið grænt ljós

Formaður nefndar um uppbyggingu Landspítala háskólasjúkrahúss, Ragnheiður Haraldsdóttir, kveðst líta svo á að ríkið hafi gefið grænt ljós á byggingu nýs hátæknisjúkrahúss með því að heimila þann 18. janúar hönnunarsamkeppni og að tekin verði næstu skref til undirbúnings að byggingunni. "það er ekki búið að taka ákvörðun um fjármögnun alls verkefnisins," sagði hún. "Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur litið þannig á að fjármögnun hvers verkþáttar muni fara eftir efnahagslegum aðstæðum á hverjum tíma. Að undanförnu hefur verið rætt um að nota andvirði af sölu ríkiseigna. Það hefur einnig verið rætt um einkaframkvæmd. Við vitum að það er áhugi hjá ýmsum verktakafyrirtækjum að koma að þessu verki. Við vitum jafnframt að við höfum burði til þess því við höfum reyst mikil mannvirki á skömmum tíma." Spurð hvort ekki væri glannalegt að fara út í frumhönnunarsamkeppni upp á 25 milljónir og ýmsan annan undirbúning fyrir miklar fjárhæðir án þess að loforð um fjármagn væri í hendi kvað Ragnheiður svo ekki vera. "Ég lít svo á að með ákvörðun um samninginn við Reykjavíkurborg á sínum tíma um lóð undirnýjan spítala, um staðsetningu og ákvörðun um hönnunarsamkeppni sé vilji ríkisins kominn fram. Við munum fara í hönnunarsamkeppnina og áframhaldandi undirbúning af fullum krafti. Við hófumst strax handa við það. En ég vil halda því til haga að ekki liggur fyrir ákvörðun um heildarfjármögnun verksins."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×