Innlent

Hellisheiði lokuð

Hellisheiði hefur verið lokað vegna slæmrar færðar að sögn Vegagerðarinnar. Fólk hefur þurft að skilja bíla sína eftir úti í vegakanti í morgun og hafa björgunarsveitarmenn unnið að því að koma ökumönnum til aðstoðar. Fólki er eindregið ráðið frá því að aka heiðina að svo stöddu. Að sögn Vegargerðarinnar er einnig óveður og þæfingur á Sandskeiði og Þrengslum, hálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og hálka, snjóþekja og snjókoma á Suðurlandi og austur að Vík. Hálka og skafrenningur er á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja og skafrenningur, ófært og stórhríð er á milli Bíldudals og Patreksfjarðar og á Klettshálsi og þungfært og stórhríð er á Kleifarheiði. Hálka er á Norðurlandi. Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur. Á Austfjörðum er hálka. Hægt er að hlusta á viðtal við Lárus Kristin Guðmundsson, formann Hjálparsveitar skáta í Hveragerði, úr tvöfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×