Innlent

Ófært í fjárhús vegna snjóflóðs

Auðahringsdalur er næsti dalur fyrir austan Bíldudal. "Bóndinn er með fjárhúsin þarna, en býr sjálfur á Bíldudal," sagði Jón Hákon Ágústsson í björgunarsveitinni Kópi í gær. "Það er brött hlið þarna inneftir og nánast daglegt brauð að þarna fari flóð yfir veginn. Það hafði greinilega gerst í morgun. Við ætluðum á bílnum alla leið með fjáreigandann, en urðum að sækja snjósleða til að koma honum á áfangastað. Það tókst og hann gat gefið kindunum sem eru 50 talsins." Jón Hákon sagði, að mikið hefði sett niður af snjó á Bíldudal í fyrrinótt. "Það var allt á kafi hér þegar fólk vaknaði í morgun," sagði hann.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×