Innlent

Legudeild fyrir flensusjúklinga

 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir sviðsstjóri á lyflækningasviði sagði, að opnuð hefði verið sérstök legudeild fyrir þetta fólk á Hringbraut og yrði hún væntanlega opin fram eftir vikunni eða svo lengi sem þyrfti. "Þessi deild er skráð fyrir 13 sjúklinga," sagði Guðlaug Rakel. "Þá bættum við einnig við rúmum í gæsludeildinni í Fossvoginum. Það hafa verið óvenjulega mikil veikindi. Það hafa verið miklar innlagnir bæði í gegnum bráðamóttökuna og hjartadeildina á Hringbraut. Fólk sem er veikt fyrir þolir illa að fá umgangspestir. Þetta leggst allt hvað á annað, en flensan toppar það alveg." Guðlaug Rakel sagði enn fremur að í gær hefðu verið 35 sjúklingar á spítalanum umfram það sem væri á venjulegum degi. Starfsfólk hefði á tilfinningunni að mesti kúfurinn væri að fara af þeim fjölda sem þyrfti innlögn vegna flensusjúkdóma.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×