Innlent

Harkalegt að fá höfnun

"Ég skil nú ekki alveg hvað þetta fólk er að hugsa sem setti þessar reglur," sagði hann um þá ákvörðun. "En það er harkalegt fyrir aldrað fólk sem þarf nauðsynlega á þessari þjónustu að halda til að komast í endurhæfinguna, að fá höfnun." Breyting á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra á vegum Reykjavíkurborgar sem gerð var um áramótin kveður á um að einstaklingar eldri en 67 ára geti ekki fengið slíka þjónustu. Guðni sagðist alls ekki hafa verið fær um að aka þegar sótt var um fyrir hann. Ekki væri nema rúmur mánuður frá því að hann hafi verið ósjálfbjarga í hjólastól og ekki getað snúið sér hjálparlaust við í rúminu. Hann hefði hlotið bata í endurhæfingunni en þyrfti nauðsynlega að mæta á göngudeild til að ná sér betur. Hann kvaðst vera heppnari er margir aðrir, því dóttir sín sæi um að aka sér á Grensás eftir að reglurnar tóku gildi. Hann þyrfti þó að bíða þar í um tvær klukkustundir þar til hún gæti sótt sig aftur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×