Innlent

Dánartíðni hefur lækkað ört

Dánartíðni af völdum kransæðastíflu hefur lækkað um meira en helming meðal karla og um meira en þriðjung meðal kvenna, að því er fram kemur í tímaritinu Hjartavernd. Um er að ræða tímabilið frá 1981 - 2001 og fólk í aldurshópnum 25 - 74 ára. Enn fremur kemur fram, að nýgengi sjúkdómsins, það er hlutfallslegur fjöldi þeirra sem hefur veikst á hverju ári hefur lækkað álíka mikið. Mest hefur þessi lækkun orðið í yngri aldursflokkunum. Þannig hefur dánartíðni og nýgengi kransæðastíflu meðal karla yngri en 40 ára lækkað um meira en 70 prósent á þessu tímabili. Ástæða þessarar þróunar er sögð sú, að allir helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hafi færst mjög til betri vegar meðal þjóðarinnar. Vilmundur sagði, að þróunin í lækkun á tíðni þessara sjúkdóma hefði að líkindum verið hægari á síðustu tveimur árum heldur en áður. Það stafaði trúlega af því að menn væru búnir að ná þeim árangri sem hægt væri með þeim aðferðum sem beitt væri í dag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×