Sport

Klaufalegt tap gegn Svíum

Íslendingar töpuðu fyrir Svíum með einu marki, 29-28, í vináttuleik þjóðanna í Svíþjóð í kvöld. Svíar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. Roland Eradze markvörður var besti maður íslenska liðsins og varði 18 skot. Róbert Gunnarsson var markahæstur með 5 mörk en Dagur Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson voru með 4 mörk. Íslendingar voru klaufar að vinna ekki leikinn en leikur þeirra riðlaðist þegar Svíar breyttu yfir í 5-1 vörn í síðari hálfleik. Leikurinn var liður í undirbúningi liðsins fyrir HM í handknattleik sem hefst síðar í mánuðinum í Túnis. Sextán ár eru síðan Íslendingar unnu Svía síðast í landsleik í handknattleik. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×