Innlent

Vinnan hófst á snjómokstri

Víðir Ólafsson, stöðvarstjóri sorpbrennslunnar Funa, byrjaði ásamt öðrum starfsmönnum að moka snjó til að koma starfssemi stöðvarinnar í gang. Starfsmennirnir þurftu að yfirgefa stöðina um klukkan fjögur á mánudag eftir að snjóflóð féll og lenti á snjóflóðavarnargarði fyrir ofan sorpstöðina. Víðir segir auðvitað vera vont að vinnslan skuli hafa stöðvast nærri tvo daga en í gær komst öll vinnsla aftur á fullt. Hann byrjaði að moka snjó klukkan átta í gærmorgunn en gríðarlega mikill snjór var á svæðinu öllu. Seinni partinn var verið að koma snjó burt af gámasvæðinu. Víðir segir ekki minni vinnu vera fyrir höndum hjá þeim þurfa að hirða sorpið því erfitt sé að komast allsstaðar að. Víðir segist treyst snjóflóðavarnargarðinum enda hafi komið í ljós bæði núna og í fyrra að flóðið hafi tekið vinkilbeygju út á veg og frá húsinu. Það væri í lagi á meðan engin væri á veginum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×