Innlent

Helgi skrifstofustjóri Alþingis

Helgi Bernódusson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis og tekur við starfinu 20. janúar af Friðriki Ólafssyni sem þá lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Forsætisnefnd þingsins samþykkti ráðningu Helga einróma á fundi í gær. Helgi hefur unnið hjá Alþingi síðan 1983 og verið aðstoðarskrifstofustjóri frá 1996. Auk Helga sóttu Einar Farestveit, starfsmaður Alþingis, og Þórhildur Líndal, fyrrverandi umboðsmaður barna, um starfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×