Innlent

Lúsasjampó sótt í ófærð

Í hríðarbyl og ófærð þurfti að útvega auknar birgðir af lúsasjampói í Hólmavík í gær, en óværan hefur stungið sér niður í bænum síðustu daga. Guðmundur Sigurðsson, læknir á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur, sagði langt því frá að nokkuð ófremdarástand væri vegna lúsarinnar. "Faraldurinn er ekki meiri en er oft á hverjum vetri í Reykjavík," sagði hann. "Við gerðum ráðstafanir til þess að auka sjampóbirgðirnar þannig að nóg er til," bætti Guðmundur við og taldi ekki að fólk þyrfti að halda börnum sínum heima við skólasetningu í dag, af ótta við lús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×