Sport

Kemur til greina að hætta

Páll Einarsson ætlar að nota helgina til þess að spá í framtíð sína en hann segir vel koma til greina að leggja skóna á hilluna.
Páll Einarsson ætlar að nota helgina til þess að spá í framtíð sína en hann segir vel koma til greina að leggja skóna á hilluna.

Atli Eðvaldsson, þjálfari Þróttar, fór ekki fögrum orðum um Pál í yfirlýsingu sem birt var í Fréttablaðinu í gær og Páll segir að sér hafi verið verulega brugðið.

"Ég vissi að Atli myndi skýra sitt mál en ég átti ekki von á að hann myndi gerast svona persónulegur," sagði Páll og bætti við að öllum í kringum hann hefði brugðið. "Það var upplausn á mínu heimili og þetta fór ekki vel í fjölskylduna."

Páll ætlar að nota helgina til þess að íhuga hvort hann ætli yfir höfuð að halda áfram í fótbolta en hann hefur verið í viðræðum við nokkur félög síðustu daga.

"Nú slakar maður aðeins á og svo sér maður til. Það kemur vel til greina að hætta í fótboltanum fyrir fullt og allt. Ég er búinn að láta flest liðin sem ég hef talað við vita að ég ætli að hugsa minn gang. Maður þarf tíma til þess að jafna sig á þessu því það var svolítið áfall að lesa yfirlýsinguna," sagði Páll, sem ætlar að svara Atla ítarlegar síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×