Innlent

Vonskuveður á gamlársdag

"Það lítur út fyrir að síðdegis á gamlársdag verði vonskuveður. Það gæti þó alveg rofað til um eða uppúr miðnætti, þó kannski síst sunnan til," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. Með kvöldinu snöggkólnar og um miðnætti býst Sigurður við frosti á bilinu eitt til fimm stig. "Síðla á gamlársdag má búast við að verðurhæðin nái hámarki með hvassviðri víða um land. Um kvöldið er helst að sjá að það verði komin hvöss suð-vestanátt með éljum." Útlit er fyrir að Austfirðingar sleppi helst við vonskuveðrið. "Mér sýnist að veðrið verði skaplegt á Norður- og Austurlandi þegar líður á kvöldið. Þar gætu þó orðið stöku él," segir hann.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×