Innlent

Búist við snjóþyngslum

Færð á Norðausturlandi og á Austfjörðum er nokkuð góð eftir að óveðrinu slotaði og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð Íslands eru allar helstu leiðir austan Akureyrar og á Austfjörðum færar. Holtavörðuheiðin var lokuð á mánudag sökum snóþyngsla en var opnuð aftur í gærmorgun. Helsta ófærðin var á vestanverðu landinu í gær, aðallega sökum éljagangs. Samkvæmt Vegagerðinni má þó búast við auknum snjóþyngslum á næstu dögum og meðfylgjandi ófærð.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×