Sport

Iverson með 51 stig

Allen Iverson skoraði hvorki fleiri né færri en 51 stig fyrir Philadelphia sem tapaði reyndar fyrir Utah Jazz með 103 stigum gegn 101 í NBA deildinni í nótt.. Þetta er annar leikurinn í röð sem Iverson skorar yfir 50 stig í leik og hann sá fyrsti sem afrekar þetta í NBA deildinni í fjögur ár. Kínverski risinn Yao Ming skoraði 40 stig fyrir Houston sem sigraði Toronto með 114 stigum gegn 102. Tracy McGrady skoraði 34 stig fyrir Houston. Phoenix rétt marði Denver með 107 stigum gegn 105 en þetta var áttundi útisigur Phoenix í röð og Chicago skellti Portland 92-87.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×