Sport

Snorri og Þórir detta út

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari valdi í morgun 16 manna landsliðshóp sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Túnis í lok janúar og byrjun febrúar. Markverðir eru Roland Valur Eradze, Birkir Ívar Guðmundsson og Hreiðar Guðmundsson. Horna- og línumenn eru: Róbert Gunnarsson, Vignir Svavarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Logi Geirsson og Einar Örn Jónsson. Útileikmenn: Ólafur Stefánsson, Einar Hólmgeirsson, Dagur Sigurðsson, Markús Máni Michaelsson, Jaliecky Garcia, Arnór Atlason, Alexander Petterson og Ingimundur Ingimundarson. Snorri Steinn Guðjónsson og Þórir Ólafsson detta út úr landsliðshópnum sem var á Heimsbikarnum í Svíþjóð í síðasta mánuði og Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýkominn úr aðgerð á hendi. Sigfús Sigurðsson er meiddur í baki og verður ekki með á HM. Þá sagðist Viggó hafa viljað fá Patrek Jóhannesson en hann er einnig meiddur. Undirbúningur íslenska landsliðsins hefst 3. janúar en þá fer liðið til Svíþjóðar. Þar æfir íslenska liðið og leikur tvo leiki við Svía. Þá heldur liðið til Spánar og tekur þátt í æfingamóti en landsliðið leikur engan æfingaleik hér á landi fyrir HM. Viggó sagði að hann hefði náð samkomulagi við tvo sænska markmannsþjálfara um að aðstoða sig við markmannsþjálfun landsliðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×