Sport

Kvennalandslið spilar í Katalóníu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hélt í gær til Katalóníu en liðið mun spila leik gegn úrvalsliðið Katalóníu í dag. Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari, valdi fjórtán manna hóp fyrir leikinn. Liðið lék í undankeppni EM í Slóvakíu á dögunum þar sem liðið lék fimm leiki, vann einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur leikjum. Íslenska kvennalandsliðið Markverðir: Berglind Íris Hansdóttir Val Helga Torfadóttir Haukum Aðrir leikmenn: Dagný Skúladóttir Tus Weisben Kristín Clausen Stjörnunni Hanna G.Stefánsdóttir Haukum Hrafnhildur Skúladóttir SK Arhus Drifa Skúladóttir TVG Berlin Guðrún D.Hólmgeirsdóttir FH Guðmunda Kristjánsdóttir Víkingi Ágústa Björnsdóttir Val Ragnhildur Guðmundsdóttir Haukum Gunnur Sveinsdóttir FH Jóna M.Ragnarsdóttir Tus Weisben Elísabet Gunnarsdóttir Stjörnunni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×