Innlent

Bæturnar hækka um 3,5%

Bætur almannatrygginga hækka um 3,5% um áramótin samkvæmt reglugerð sem heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra hefur undirritað. Þá hækka frítekjumörk um 5%. Félagsmálaráðherra hefur og ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur um 3% frá 1. janúar, sem og fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, einnig um 3%.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×