Innlent

Óværa í jólakveðju

Óvenjuskætt afbrigði tölvuorms fer mikinn í tölvupósti þessa dagana, en óværan ber með sér vírus að nafni Zafi.D. Björn Davíðsson, þróunarstjóri hjá vírusvarnafyrirtækinu Snerpu á Ísafirði, segir að á tímabili hafi annað hvert tölvuskeyti sem fór um hjá fyrirtækinu verið sýkt af óværunni, en fyrst bar á sendingunum síðasta miðvikudag. "Vel uppfærðar vírusvarnir grípa þetta strax, en þeir sem eru óvarðir, eða láta hjá líða að uppfæra hjá sér varnirna fá þetta athugasemdalaust í tölvupóstinn sinn," segir hann. Vírusinn sem áframsendir sig sjálfur dulbýst sem jólakveðja og bætir við skeytið undirskrift með nafni sendanda sýktu tölvunnar. Í jólakveðjunni er lítil .gif hreyfimynd af brosköllum sem hnoðast hvor á öðrum og svo er zip skrá í viðhengi. "Fólk á alltaf að sýna ákveðna tortryggni gagnvart svona viðhengjum sem berast í tölvupósti," segir Björn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×