Innlent

Slæmar pestir herja á landsmenn

Þórólfur sagði að talsvert hefði borið á svokallaðri Parainflúensu, sem ylli öndunarfærasýkingum, hita, hósta og svo oft barkabólgu hjá börnum. Adenoveira, sem einnig hefði verið á ferðinni og væri enn bæri með sér háan hita og hálsbólgu. Hann sagði enn fremur að tvær tegundir niðurgangspesta hefðu verið að ganga. Önnur tegundin stafaði af Rotaveiru, sem greindist einkum hjá börnum. Noroveira ylli hinni, en það væri sama tegund og herjað hefði á fólk í Húsafelli á dögunum. "Það sem gildir til að forðast þessar pestir er hreinlæti, þar á meðal að muna eftir að þvo sér oft og vel um hendurnar," sagði Þórólfur. Hann sagði, að inflúensan eina og sanna hefði ekki greinst hér á landi enn sem komið væri, né heldur RS veiran sem veldur kvefi og jafnvel öndunarerfiðleikum hjá litlum börnum. Báðar síðastnefndu pestirnar væru árvissir gestir hér á landi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×