Jól

Niður með jólaljósin

Kúbversk stjórnvöld hafa krafist þess að bandaríska sendinefndin á Kúbu taki niður jólaskreytingar sem skreyta húsnæði þess í Havana. Ástæðan er sú að hluti af jólaskreytingunni er talan 75, sem er stuðningsyfirlýsing við 75 kúbverska andófsmenn sem voru dæmdir í allt að 28 ára fangelsi fyrr á árinu. James Cason, yfirmaður sendinefndarinnar, sagði að ekki kæmi til greina að taka jólaskreytinguna niður fyrr en að jólum afstöðnum. Hvorki Bandaríkjamenn né Kúbverjar hafa sendiráð í höfuðborg hins landsins en hafa sendinefndir þar til að gæta hagsmuna sinna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×