Jól

Jólastyrkjum úthlutað

Jólastyrkjum verður úthlutað í samkomusal Hjálpræðishersins núna á laugardaginn. Fulltrúar fjölskyldna sem sótt hafa um styrk mega koma milli klukkan 10 og 12 og einstaklingar milli klukkan eitt og þrjú. Söfnunarpottar Hjálræðishersins eru fyrir utan Liverpool á Laugaveginum, í Kringlunni, í Smáralind og Kolaportinu. "Við treystum því að vel muni sjóða í pottunum þannig að við getum styrkt alla þá sem þess þurfa," segir í tilkynningu Hjálpræðishersins. Jólahald hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík hefst klukkan sex á aðfangadagskvöld, en að því standa Hjálpræðisherinn og Vernd saman. Hægt er að skrá sig til 20. desember í 561-3203.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×