Innlent

Kvartanir vegna umönnunar aldraðra

 Embættið hefði þurft að grípa inn í mál af þeim sökum, einkum þá með eftirliti "Það er ekki um að ræða margar kvartanir á ári, en þó alltaf einhverjar," sagði Matthías sem kvað um það bil 3 - 4 mál þessa efnis berast embættinu árlega. Hann sagði að það væru þá aðstandendur hinna öldruðu sem kæmu kvörtununum á framfæri. Embættið myndi þá sjá til þess að fólk gæti leitað réttar síns eða passað upp á að ekki væru einhverjir að störfum,sem ekki teldust til þess hæfir. "Kvartanirnar varða yfirleitt það sama, að þeim öldruðu hafi ekki verið nægilega vel sinnt," sagði Matthías. Spurður sagði hann, að embættinu hefði verið tilkynnt strax um lát gamla mannsins sem lést eftir höfuðhögg þegar hann féll í gólfið á Hrafnistu. Það hefði lækningaforstjórinn gert eins og bæri að gera samkvæmt 18. grein læknalaganna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×