Jól

Barist við jólakvíða

Árlegur fundur EA samtakanna um jólakvíða fer fram í kórkjallara Hallgrímskirkju klukkan sex síðdegis næsta fimmtudag. EA stendur fyrir Emotions Anonymus , en í tilkynningu samtakanna kemur fram að vaxandi hópur fólks berjist við jólakvíða. "Þetta er til dæmis fólk sem hefur misst ástvin á árinu," segir þar, en einnig eru nefndar ástæður á borð við hjónaskilnaði, fjárhagsörðugleika, fjölskylduvanda og sjúkdóma. Samtökin segjast bjóða upp á tólf spora kerfi til gleðilegra jóla, en trúnaður er sagður ríkja um það sem fram fer á jólakvíðafundinum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×