Sport

Úrslitin í NBA í gær

Þrettán leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Dirk Nowitsky skoraði 30 stig þegar Dallas burstaði Utah 109-86. Tim Duncan skoraði 20 stig í stórsigri San Antonio Spurs á Milwaukee 104-83. Grant Hill skoraði 23 stig þegar Orlando Magic marði sigur á Memphis 96-91. Nýliðinn Emeka Okafor fór fyrir Charlotte sem sigraði New York Knicks 107-101. Okafor skoraði 20 stig og tók 18 fráköst. Meistararnir í Detroit Pistons höfðu betur gegn New Orleans 92-69. Ben Wallace, sem núna lék annan leik sinn eftir slagsmálin fyrir hálfum mánuði, skoraði 22 stig og Richard Hamilton 21. Minnesota sigraði LA Clippers 107-101 í framlengingu, Seattle sigraði Portland 99-89, Golden State vann Indiana 104-96. Gilbert Arenas skoraði 34 stig í sigri Washington á Chicago 95-88. Houston sigraði Philadelphia með eins stigs mun 77-76. Kínverjinn Yao Ming skoraði 20 stig fyrir Houston en Allen Iverson 20 fyrir Philadelphia. Þá sigraði New Jersey Atlanta 109-88, Denver vann Miami 104-95 og Cleveland sigraði Toronto 105-97. Drew Gooden og Lebron James skoruðu 27 stig hvor fyrir Cleveland en James var með 10 stoðsendingar og Gooden 15 fráköst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×