Menning

Clinton bókasafnið opnað

Bókasafn Bill Clintons verður opnað með pompi og prakt í heimabæ forsetans fyrrverandi, Little Rock í Arkansas, í dag. Bókasafnið, sem kostaði heila 10 milljarða íslenskra króna, er framúrstefnulegt í hönnun og þar mun meðal annars verða nákvæm eftirlíking af skrifstofu forsetans í Hvíta Húsinu. Clinton segist vonast til þess að bókasafnið sýni fólki hvernig það er að vera forseti Bandaríkjanna. Búist er við að um 40 þúsund manns láti sjá sig á opnunarathöfninni, þar sem írsku rokkararnir í U2 munu láta ljós sitt skína og fyrrverandi forsetarnir Jimmy Carter og George Bush eldri munu ávarpa gesti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×