Innlent

Sýknaður af innbroti

Hæstiréttur sýknaði síbrotamann af innbroti í verslun í Mjódd þar sem 3.000 þúsund krónum var stolið úr peningakassa verslunarinnar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sakfellt manninn og dæmt hann í sex mánaða fangelsi. Skófar mannsins fannst í versluninni en Hæstarétti þótti ekki sannað að farið væri frá því að brotist var inn í verslunina. Maðurinn sagðist hafa verið ásamt vinkonu sinni í versluninni daginn áður. Maðurinn hefur verið dæmdur sextán sinnum fyrir hegningarlagabrot, oftast fyrir þjófnað og skjalafals.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×