Erlent

Breytingum hafnað í Colorado

Kjósendur í Colorado höfnuðu tillögu um að breyta úthlutun kjörmanna ríkisins. Lagt var til að kjörmönnunum yrði úthlutað í samræmi við atkvæðahlutfall frambjóðenda en nú fær sigurvegarinn í ríkinu alla níu kjörmenn ríkisins, sem er sama fyrirkomulag og í öllum nema tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Repúblikanar, sem voru sigurvissir í Colorado, óttuðust að ef tillagan yrði samþykkt kynni það að verða til þess að George W. Bush tapaði kosningunum þar sem hún átti að taka gildi samstundis. Því var viðbúið að mál yrði höfðað hefði breytingin verið samþykkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×