Erlent

Kerry yfir í flestum spám

Fjórar af fimm stóru sjónvarpsstöðunum í Bandaríkjunum spá John Kerry 74 eða 77 kjörmönnum miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir en George W. Bush 66 kjörmönnum. Ein stöð sker sig úr, það er CBS sjónvarpsstöðin sem spáir Bush 108 kjörmönnum en Kerry 77 kjörmönnum. Samkvæmt þessu þurfa báðir frambjóðendur að ná um það bil 200 kjörmönnum til viðbótar. Til að ná því eru Flórída, Ohio og Pennsylvanía einna mikilvægustu ríkin en engin sjónvarpsstöðvanna hefur enn sem komið er tryggt sér til að spá fyrir um sigurvegara í þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×