Erlent

Bush fær líklega gott start

Búast má við því að George W. Bush verði ofan á í fyrstu útgönguspám sem birtar verða fljótlega eftir miðnætti en þá loka kjörstaðir í sex ríkjum Bandaríkjanna. Kannanir gefa til kynna að Bush hafi betur í fimm ríkjanna en John Kerry í því sjötta. Ef skoðanakannanir ganga eftir sigrar Bush í Georgíu, Indiana, Kentucky, Suður-Karólínu, Vermont og Virginíu og hreppir þar með 51 kjörmann. Eina ríkið í fyrstu atrennu þar sem Kerry er spáð sigri er Vermont en þar er aðeins þrjá kjörmenn að hafa upp úr krafsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×