Innlent

Skriður í viðræðum sjómanna og LÍÚ

Auknar líkur virðast á því að kjarasamningar náist milli sjómanna og útvegsmanna. Samninganefnd Sjómannasambands Íslands hefur verið boðuð til fundar í húsi ríkissáttasemjara í dag. Sævar Gunnarssonar, formaður sambandsins, segir að menn eigi í viðræðum og því séu líkur til þess að menn nái saman. Formlegur fundur samninganefnda sjómanna og útvegsmanna hefur enn ekki verið boðaður en nær stöðugar viðræður hafa staðið síðan í september. Tæp tíu ár eru síðan sjómenn og útvegsmenn náðu síðast samkomulagi um kjarasamning. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði við setningu ársfundar sambandsins í gær að hann bæri þau ánægjulegu tíðindi að komin væri veruleg hreyfing á viðræðurnar. Það væru afar góð tíðindi eftir allt sem á undan hefði gengið. Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, sagði á ársfundi sambandsins í gær að hann teldi allar forsendur til þess að samningar næðust. Útvegsmenn hefðu lagt áherslu á hagræðingu í útgerðinni og ávinningi af henni yrði skipt á milli útgerðar og sjómanna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×