Innlent

Baldur til Karolinska

. Hann flytur sig um set í kjölfar uppgötvunar, sem hann gerði ásamt samstarfsfólki sínu þess efnis að tvö þekkt verkjalyf, Voltaren og Celebra, drepi frumur í krabbameini sem leggst á börn á aldrinum 0 - 10 ára. "Ég mun starfa við rannsóknardeildina á Karolínska sjúkrahúsinu og vinna áfram við þessar og aðrar rannsóknir ásamt fleirum," sagði Baldur. Hann kvað frumniðurstöður rannsóknarinnar með verkjalyfin hafa fengið talsverða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Eftir að frumrannsóknir á þessari virkni lyfjanna í Tromsö höfðu sýnt jákvæðar niðurstöður var uppgötvunin þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Gert er ráð fyrir að í vor hefjist þar skipulagðar og umfangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð. Auk þessa er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×