Erlent

Bush og Kerry breyta engu

Bandarískir hagfræðingar í einkageiranum telja að engu máli skipti fyrir bandarískan efnahag hvort George W. Bush eða John Kerry verði kjörinn forseti í landinu. Stefnur frambjóðendanna í efnahagsmálum eru mjög ólíkar en samkvæmt hagfræðingunum virðist það engu máli skipta. Munu þær hafa svipuð áhrif á vöxt efnahagsins þegar til langs tíma er litið. "Ef báðir frambjóðendurnir fylgja þeirri stefnu sem þeir hafa kynnt verður efnahagurinn mjög svipaður eftir fjögur ár, sama hvor stefnan verður notuð," sagði Mark Zandi, forstjóri Economy.com.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×