Innlent

Áttu von á deilum um varnarmál

Framtíðarhópur Samfylkingarinnar bjóst við því að tekist yrði um tillögur vinnuhóps um varnarmál þegar áfangaskýrsla var kynnt á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. "Það má kannski segja að við séum búin að losa okkur við fortíðardrauga og getum nú horfst í augu við framtíðina" sagði Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samiðnaðar. Framtíðarhópur Samfylkingarinnar kynnti umræðuplögg um framtíðarstefnu flokksins á blaðamannafundi í gær. Þau verða rædd og kynnt allt fram á næsta landsfund haustið 2005. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður og oddviti hópsins segir að það sé nýlunda hjá stjórnmálaflokki hvernig staðið sé að stefnumótun til dæmis með því að kalla til sérfræðinga og kynna starfið á fundum og á netinu á löngum tíma. "Sums staðar er það bara yfirrstjórn sem mótar stefnuna og allir eiga að ganga í takt við hana án þess að eiga eitthvað í henni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×