Innlent

Gáfu skotum egg heiðargæsarinnar

Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, afhenti forseta skoska þingsins, George Reid, nýlega gjöf frá Alþingi í tilefni af opnun nýs skosks þinghúss, sem tekið var í notkun við hátíðlega athöfn í Edinborg 9. októktóber. Gjöfin er egg heiðargæsarinnar, mótað úr graníti sem hvílir á hraunhellu frá Þingvöllum. Á eggið eru letruð orðin "Með lögum skal land byggja". Í texta gjafabréfs sem fylgdi gjöfinni segir meðal annnars: "Viðgangur heiðargæsarinnar er í höndum Íslendinga og Skota. Heiðargæsin  verpir aðallega á Íslandi. Hún kemur til Íslands í apríl og dvelst fram í október þegar hún flýgur til Skotlands þar sem hún  hefur vetursetu.  Egg heiðargæsarinnar minnir okkur þannig á náin tengsl  Íslendinga og Skota." Listaverkið er eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann. Listaverkinu hefur verið fundinn staður í garði skoska þinghússins.
Á eggið eru letruð orðinMYND/Alþingi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×