Innlent

Skipulagði gamla hafnarsvæðið

"Mér fundust framkomnar tillögur slappar og vildi reyna að gera betur," segir Þröstur Þórsson, lögmaður, sem hefur skipulagt gömlu höfnina í Reykjavík upp á nýtt og það upp á sitt einsdæmi. Annars vegar er um að ræða svæðið sem kennt er við Mýrargötu og Slippinn og hins vegar Austurhöfnina, þar sem tónlistarhúsið á að rísa. Í stuttu máli eru hugmyndir Þrastar þríþættar. Hann vill taka burtu Lækjargötuna norðan við Hverfisgötu en tengja Sæbrautina við Pósthússtræti. Þá götu vill hann hafa í jörðinni en þannig fæst aukið landrými. Þá vill hann fylla upp í austurhöfnina og að endingu færa tónlistarhúsið austur fyrir Ingólfsgarð og reisa það á landfyllingu. Þröstur býr í miðborginni en honum er gamla hafnarsvæðið ekkert sérstaklega hugleikið. "Þetta er alls ekki gert af einhverri hugsjón. Þetta eru bara hugmyndir sem ég kem fram með og ef mönnum líst vel á þær þá er það fínt." Þröstur sinnir almennum lögmannsstörfum á eigin stofu og hefur ekki látið skipulagsmál sig varða áður. "Þetta er í fyrsa sinn sem ég geri eitthvað þessu líkt," segir hann.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×