Innlent

Bærinn þakinn brúnni slikju

Mikið moldrok var á hálendinu í hvassviðrinu sem gekk yfir landið í gær og fyrradag. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum fóru Eyjamenn ekki varhluta af moldrokinu. Var það svo mikið að varla sást út úr augum um tíma. Bílar og hús eru með brúnni slikju og sagði lögreglan að í raun væri bærinn eins og það væri nýbúið að draga hann upp úr drullupolli. Þetta mun ekki vera einsdæmi í Vestmannaeyjum því í stífri norðanátt berst moldrokið gjarnan alla leið út í Eyjar. Vonaði lögreglan til að vindurinn snerist í suðlæga átt á næstu dögum því henni fylgir gjarnan riging. Ekki er vanþörf á smá vætu til að hreinsa skítugan bæinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×