Innlent

Áfram leynd um Línu Net

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Orkuveitu Reykjavíkur fá ekki að sjá endurskoðanaskýrslu Línu Nets eins og þeir hafa beðið um. Lína Net var dótturfélag Orkuveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórn Línu Nets hafi synjað beiðninni. Meirihluta stjórnarinnar mynda þeir Alfreð Þorsteinsson og Stefán Jón Hafstein, fulltrúar Reykjavíkurlistans. Guðlaugur segir að þetta sýni hvað lítið sé að marka lýðræðisumræðu Reykjavíkurlistans. "Þarna hafa þeir tapað gríðarlegum fjárhæðum sem skattgreiðendur borga en engin skýring er gefin á því og við fáum ekki að sjá skýrslur um málið."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×