Innlent

Atvinnuleysi er áhygguefni

Þar kom fram að fleiri fluttu frá höfðuborgarsvæðinu en til þess á þriðja ársfjórðungi ársins. Að sögn Stefáns Ólafssonar prófessors er líklegasta skýringin á því sú að meira atvinnuleysi sé á suðvesturhorninu en á landsbyggðinni. "Þetta er athyglisvert en það verður að taka inn í myndina um hve stutt tímabil er að ræða," segir Guðlaugur Þór. "Við höfum þegar bent á það að það er ákveðinn hópur fólks, sérstaklega barnafólk, að flýja úr borginni og til nágrannasveitarfélaganna þar sem aðstæður virðast vera betri," segir hann. "Það er ástæða til að hafa áhyggjur af langtímaatvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu sem er nokkuð sem ekki hefur sést á Íslandi fyrr en nú síðustu misseri," segir Guðlaugur Þór. "Atvinnuleysi er alltaf áhyggjuefni," segir hann. Ekki náðist í fulltrúa R-listans í gær.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×