Innlent

Um 2,4 milljarðar í sjúkraþjálfun

Áætlað er að Tryggingastofnun muni greiða um 1,4 milljarða króna vegna sjúkraþjálfunar á þessu ári, að því er fram kemur á fréttavef stofnunarinnar. Er það rúmum milljarði meira heldur en hún greiddi af sömu sökum fyrir tíu árum. Orsakir þessarar aukningar eru sagðar margþættar. Viðhorf lækna og sjúklinga til sjúkraþjálfunar hafi breyst. Sjúkrahús hafi í auknum mæli útskrifað sjúklinga fyrr en áður og endurhæfing þeirra því flust yfir til sjúkraþjálfara. Þá hafi öryrkjum fjölgað umtalsvert, sem er talinn hluti skýringar á auknum kostnaði TR vegna sjúkraþjálfunarinnar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×